136. löggjafarþing — 79. fundur,  11. feb. 2009.

útflutningur hvalafurða.

284. mál
[14:50]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Herra forseti. Ég hef engu við svarið sem var flutt áðan að bæta og ætla ekki að blanda mér í efnisumræður um aðra hluti sem komu inn í umræðuna. Ég vil bara láta það koma fram að þess er að vænta, þegar niðurstaða verður komin í þá skoðun sem er í gangi í sjávarútvegsráðuneytinu varðandi hvalveiðimál, að talsvert ítarlegt talnaefni sem þessu tengist verði reitt fram, sem og um kostnaðinn sem hefur verið samfara rannsóknaveiðunum. Þá er sjálfsagt að taka með þær tölur sem liggja fyrir um tekjur af veiðunum.