136. löggjafarþing — 79. fundur,  11. feb. 2009.

virkjun sjávarfalla við Ísland.

282. mál
[15:27]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa fyrirspurn og tel við hæfi að hún sé sú fyrsta í meira en áratug á hans ágæta ferli. Ég held að það sé líka við hæfi að hún komi hér á eftir þessum snörpu umræðum um hið mikla deilumál í marga áratugi sem er ofvirkjun fallvatna og óheppileg notkun þeirrar orku sem þar af kemur.

Af því að ég var kynntur sem raun ber vitni vil ég segja að eitt af því sem þarf að gera til að efla hinar óhefðbundnu orkurannsóknir og leit að þeirri orku sé að breyta lögunum um orkuráð og Orkusjóð þannig að Orkusjóðurinn geti styrkt sveitarfélög til annarra orkuráðstafana en jarðhitaleitar og borana. Ég held að þetta gæti átt við í Breiðafjarðarbyggðum þeim sem þingmaðurinn ræðir um. (Forseti hringir.)