136. löggjafarþing — 79. fundur,  11. feb. 2009.

virkjun sjávarfalla við Ísland.

282. mál
[15:28]
Horfa

Herdís Þórðardóttir (S):

Hæstv. forseti. Hér er spurt um kosti og hagkvæmni sjávarfallavirkjana við Ísland. Orka sjávar er einkum falin í eftirfarandi þáttum: öldum, sjávarföllum, sjávarstraumum og hitastigsmun, á milli sjávar og andrúmslofts og milli mismunandi dýpa. Mig langar að spyrja hæstv. iðnaðarráðherra sem er sérfræðingur í fiskeldi: Telur hann að sjávarfallavirkjanir gætu orðið til þess að fæla burt þorsk og annan fisk eða göngu fiska og er ekki hætta á að fiskurinn lendi í hverflunum og drepist eins og mörg dæmi eru um í Noregi? Þar hafa vindrafstöðvar drepið fugla, m.a. hafa margir ernir drepist við að lenda í vindspöðum rafstöðvanna.