136. löggjafarþing — 80. fundur,  12. feb. 2009.

tilkynning um dagskrá.

[10:32]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Um klukkan 3 í dag fer fram utandagskrárumræða um efnahagsmál. Málshefjandi er hv. þm. Geir H. Haarde. Hæstv. forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 3. gr. 50. gr. þingskapa og stendur í eina klukkustund.

Að auki vill forseti geta þess að reiknað er með atkvæðagreiðslu kl. hálftvö í dag.