136. löggjafarþing — 80. fundur,  12. feb. 2009.

olíuleit á Skjálfanda.

[10:44]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. iðnaðarráðherra fyrir þessu góðu svör. Bersýnilega er hann vel inni í þessum málum og með skýra og góða hugsun. Hann ætlar sér án efa að halda áfram á sömu braut og mun ekki láta sitt eftir liggja við að láta rannsaka svæði nær landi eða réttara sagt á Skjálfanda. Ég ber auðvitað þá von í brjósti að fyrsti olíumálaráðherra Íslands verði þessi ágæti hæstv. iðnaðarráðherra sem nú er.