136. löggjafarþing — 80. fundur,  12. feb. 2009.

Icesave-deilan.

[11:03]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir greinargóð svör og fagna því sérstaklega að hugað sé að því að styrkja enn frekar aðkomu alþjóðlegra sérfræðinga að þessum viðræðum. Það eru sannast sagna býsna váleg tíðindi ef enn versna horfur á breskum fjármálamarkaði og lengist í þeirri kreppu sem þar er. Það sem við töldum hér fyrir jólin var að með því að halda eignunum um nokkurra missira eða ára skeið mundu þær aftur hækka í verði og verða auðsóttara að sækja úr þeim verðmæti en var fyrr í vetur. Ef kreppan er hins vegar að dýpka og lengjast er býsna augljóst að þær horfur eru allar að versna og málið því að þyngjast og róður okkar þar með. Ég óska bara hæstv. ráðherra góðs gengis í þessu vandasama og erfiða verkefni.