136. löggjafarþing — 80. fundur,  12. feb. 2009.

efnahagsmál.

[15:06]
Horfa

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Nú fer fram áður boðuð utandagskrárumræða um efnahagsmál. Málshefjandi er hv. þm. Geir H. Haarde. Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 3. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í eina klukkustund. Samkomulag er um umræðuna. Málshefjandi og ráðherra hafa 10 mínútur hvor í byrjun og aðrir þingmenn hafa 4 mínútur hver. Málshefjandi og ráðherra hafa svo 4 mínútur hvor í lok umræðunnar.