136. löggjafarþing — 81. fundur,  16. feb. 2009.

ummæli ráðherra og beiðnir um utandagskrárumræður.

[15:44]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Bara í tilefni af þessari umræðu þá er loksins búið að fá þessi svör frá hæstv. heilbrigðisráðherra. Það hefur gengið mjög illa að fá þau svör en það gerðist loksins hér, að hann er tilbúinn til að ræða heilbrigðismál á Alþingi. Við hljótum að fagna því að hæstv. heilbrigðisráðherra skuli sjá ástæðu til þess eftir langan tíma að ræða við þingið um stefnumál sín sem hann hefur birt með einhverjum hætti í fréttatilkynningum en hefur ekki treyst sér til að ræða innan þings.