136. löggjafarþing — 81. fundur,  16. feb. 2009.

vinnubrögð við gerð fjárlaga.

241. mál
[18:34]
Horfa

Flm. (Ármann Kr. Ólafsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Ástu Möller fyrir að fara yfir málin með þeim hætti sem hún gerði en hún tók heilbrigðismálin sérstaklega fyrir í þessum efnum. Ég kom inn á það í ræðu minni áðan að ekki þyrfti að leggja allt fjárlagafrumvarpið undir, hægt væri að byrja á einstökum liðum eða þáttum þess. Hægt væri að búta þetta niður með einhverjum hætti til að hefja slík vinnubrögð, það getur verið gott að stíga eitt skref í einu í þeim efnum. Heilbrigðiskerfið sem slíkt er, ef ég man rétt, um 120 milljarðar að umfangi og ég held að tilvalið væri að færa heilbrigðismálin undir þessa núllgrunnsaðferð og fékk ekki betur skilið en hv. þingmaður legði það líka til.