136. löggjafarþing — 81. fundur,  16. feb. 2009.

vinnubrögð við gerð fjárlaga.

241. mál
[18:52]
Horfa

Ragnheiður Ólafsdóttir (Fl) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég fagna því að hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir vill bera ábyrgð á gjörðum síns flokks síðustu 18 ár, ekki veitir af. Þjóðfélagið stendur það illa að vígi núna að það þarf að bera niður hvar sem er til þess að gæta hagræðis, til þess að spara og endurskipuleggja. Ég vil taka fram að ég er mjög sátt við að menn fari í endurskipulagningu fjárlagagerðar og ég mundi þá, ef ég væri hér til staðar, leggja allt mitt af mörkum til þess að svo mætti verða.

Ég fagna því að hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir er tilbúin að axla ábyrgð síns flokks.