136. löggjafarþing — 81. fundur,  16. feb. 2009.

vinnubrögð við gerð fjárlaga.

241. mál
[18:55]
Horfa

Ragnheiður Ólafsdóttir (Fl) (andsvar):

Virðulegur forseti. Já, það er fagnaðarefni að hv. þingmaður leggur þetta til. Ég fagna því vegna þess að ég geri mér fyllilega grein fyrir því að í fjárlögum er alltaf verið að bæta við, það er síður skorið af. Við þurfum svo sannarlega á því að halda núna, og það hefði verið betra að Sjálfstæðisflokkurinn hefði tekið sér tak og skorið niður fyrr, þannig að við hefðum ekki lent í þeirri stöðu sem við erum í. En það er fagnaðarefni að góð mál koma fram, ég fagna því mjög.