136. löggjafarþing — 82. fundur,  17. feb. 2009.

þingsályktunartillaga um hvalveiðar.

[14:12]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Sem svar við þessu vill forseti segja að það er ekki venja að taka inn ný mál eftir að búið er að leita afbrigða varðandi dagskrá og því mun þetta mál koma á dagskrá síðar. Ég vil þó segja að það var einmitt ætlun mín á sínum tíma að reyna að leiða mál saman inn í þingið og það verður reynt að gæta þess að málið fái umfjöllun í nefnd samhliða hinu málinu eða að minnsta kosti þá liggur málið frammi og fær þá væntanlega umfjöllun. Ég mun reyna að hlutast til um að málið komi inn í nefnd jafnframt þó að það náist ekki á dagskrá í dag.