136. löggjafarþing — 82. fundur,  17. feb. 2009.

þingsályktunartillaga um hvalveiðar.

[14:14]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti hefur greint frá því að hann muni ekki taka þetta mál á dagskrá í dag eða óska eftir því að fundi verði slitið, nýr settur og leitað afbrigða varðandi þetta mál. Ég tel ekkert tilefni til þess en hef komið með yfirlýsingu um að ég mun greiða fyrir því að það komist inn í nefnd engu að síður samhliða hinu málinu.