136. löggjafarþing — 82. fundur,  17. feb. 2009.

umræða um frumvörp um eftirlaun.

[14:15]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Í þeim önnum sem við stöndum frammi fyrir bendi ég á að í gegnum tíðina hefur það iðulega verið gert að boða til nýs fundar til að taka málin aftur fyrir. Ef það verður ekki gert núna og ef það verður gert seinna á kjörtímabilinu sem eftir lifir þings, þá mun ég gera alvarlega athugasemd við það. Ég vil ekki að þingmönnum sé mismunað bara af því að þeir eru almennir þingmenn en ekki ráðherrar.