136. löggjafarþing — 82. fundur,  17. feb. 2009.

stjórnarskipunarlög.

286. mál
[15:37]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Við ræðum hér afskaplega merkilegt mál sem er frumvarp til breytinga á stjórnskipun og það að setja nýtt stjórnlagaþing. Ég er því mjög hlynntur. Ég er sömu skoðunar og hv. þm. Siv Friðleifsdóttir að núgildandi stjórnarskrá er úrelt. Það er skoðun mín. Ég er ekki að segja að hún sé það. Ég hef ekki fundið sannleikann. En ég tel að hún sé úrelt að mörgu leyti og það þurfi að endurskoða hana alveg frá byrjun og sníða hana að íslenskum veruleika en ekki dönsku kóngaveldi.

Ég ætlaði að spyrja hv. þingmann hvernig eigi að standa að þessu kjöri. Þurfa þeir sem eru í framboði að samþykkja það? Geta 300 manns kosið hver annan eða skrifað upp á hver hjá öðrum í einum hóp? Gæti t.d. þing Framsóknarflokksins samþykkt 300 manna þing þar sem allir skrifa hjá öllum og þá eru komnir 300 manns í framboð? Hvernig sjá menn þetta fyrir sér? Þarf ekki að setja einhverjar takmarkanir á þetta? Ég hugsa bara svona þröngt, (Forseti hringir.) svona praktískt?