136. löggjafarþing — 83. fundur,  18. feb. 2009.

hlutur kvenna í stjórnmálum.

301. mál
[15:04]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Siv Friðleifsdóttur fyrir að taka þetta mál til umræðu á Alþingi þó að í raun ætti það að vera óþarft. Það ætti að vera óþarft á Íslandi árið 2007 að taka þetta fyrir og ræða stöðu kvenna í stjórnmálum. 2009, [Hlátur í þingsal.] þess heldur, árið 2009.

Hér ræddi í morgun ágætur þingmaður um aldraða og börn og nú ræðum við um konur. Svo eru það hinir. Ég skora á þá sem taka þátt í prófkjörum að hugsa til þess að breyta viðhorfi sínu og skipa konum jafnan sess á við karla vegna þess að þeir eru ekkert hæfari en konurnar. Við erum jafnhæf, við erum einstaklingar. Það á að ríkja jafnræði. Í því felst jafnrétti.