136. löggjafarþing — 83. fundur,  18. feb. 2009.

hlutur kvenna í stjórnmálum.

301. mál
[15:09]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það er áhugavert að þessi umræða tekst upp rétt fyrir prófkjör og aðallega konur hafa tekið þátt í henni þangað til ég kem. Ég er pólitískt kona þannig að það má telja mig í þeim hópi. [Hlátur í þingsal.] Umræðan er í stuttu máli sú að einhverju fé úr ríkissjóði verði varið til að minna kjósendur á að kjósa eigi konur í prófkjörinu. Ég held að það væri hið besta mál.

Ef við værum í lengri og dýpri umræðu væri vert að minna á það úr erindi Ólafs Þ. Harðarsonar fyrir tveimur árum að þetta mál er tvískipt. Þetta er miklu skárra í kjördæmunum þremur á höfuðborgarsvæðinu en í landsbyggðarkjördæmunum. Það er mjög áberandi og ég hvet menn til að kynna sér þennan fyrirlestur.

Hvað varðar okkur í Samfylkingunni þá eru 12 þingmenn okkar úr kjördæmum á höfuðborgarsvæðinu, þar af 6 karlar og 6 konur, en úr landsbyggðarkjördæmunum eru hins vegar 6 karlar, eins og nú stendur. Þetta verður auðvitað ekki leiðrétt í neinum fljótheitum en það þarf að vinna þetta upp smám saman og ekki (Forseti hringir.) kvarta ég þó að fé sé veitt (Forseti hringir.) til að kynna konur en þá verður líka að muna (Forseti hringir.) að það verða að vera eftir karlar á þinginu sem hafa áhuga og skilning (Forseti hringir.) á jafnréttismálum. [Hlátur í þingsal.]