136. löggjafarþing — 83. fundur,  18. feb. 2009.

undirbúningur að nýrri byggðaáætlun.

306. mál
[15:47]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Það er ánægjulegt að hér skuli vera tvö holl. En það skiptir mestu máli að það sé ekki umræðupólitík heldur athafnapólitík og að menn leggi fram ákveðnar hugmyndir og sýni það sem þarf til að styrkja landsbyggðina. Það er ekki bara ósmekklegt af hæstv. iðnaðarráðherra að tala niður til landsbyggðarmanna með því að telja að það sé hagsmunamál þeirra einna að landsbyggðinni sé sinnt því það eru hagsmunir allra landsmanna og 101 kemur ekkert þar við sögu nema síður sé.

Það verður að horfast í augu við staðreyndir. Þetta er baráttumál þar sem landsbyggðin hefur verið skilin eftir um árabil og hefur tekið mörg áföll á sig. Þess vegna eru vandamál í dag kannski minni þar en á höfuðborgarsvæðinu en það réttlætir (Forseti hringir.) samt ekki afskiptaleysi stjórnvalda til landsbyggðarinnar.