136. löggjafarþing — 84. fundur,  19. feb. 2009.

setning neyðarlaganna.

[10:43]
Horfa

dómsmálaráðherra (Ragna Árnadóttir):

Virðulegi forseti. Ég tel að það geti allt verið til skoðunar í þessum efnum en ég vil samt minna á að það er ekki hlutverk framkvæmdarvaldsins að ákveða það að ákvörðun löggjafans sé andstæð stjórnarskrá. Þetta verða dómstólar að skera úr um.