136. löggjafarþing — 84. fundur,  19. feb. 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[14:31]
Horfa

Árni M. Mathiesen (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er sjálfsagt að vera málefnalegur í þessari umræðu. Þetta er allt of mikilvægt mál til þess að vera að nota það í eitthvað annað.

Varðandi það sem hæstv. fjármálaráðherra nefndi, að fólk gæti verið í öðrum erfiðleikum en þeim sem sneru að skuldunum, er það vissulega rétt. En ég er sannfærður um að það er hægt að finna leiðir til þess að leyfa þeim aðilum sem væru í einhvers konar slíkum aðstæðum að taka út lífeyrissparnað sinn án þess að opnað væri á þetta sérstaklega til að fá fram hagræn áhrif og jafnvel þá hvetja til þess með því að útgreiðslan hafi ekki áhrif á bætur sem greiddar eru frá hinu opinbera. Örugglega er hæstv. fjármálaráðherra sammála mér um að þetta sé efni sem sé eðlilegt að nefndin skoði.