136. löggjafarþing — 85. fundur,  20. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[16:02]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Með þínu leyfi las hv. ræðumaður áðan upp úr ritstjórnargrein í Fréttablaðinu sem er um margt merkileg og hefði kannski átt að lesa hana í heild sinni frekar en lesa úr henni valda kafla. Það vantaði samt í mál ræðumanns og nú er minnið farið að bregðast mér hver höfundur þessarar ritstjórnargreinar gæti hafa verið og hvort um geti verið að ræða að tengsl hans og reynsla í störfum áður en hann komst í þá stöðu að skrifa ritstjórnargreinar í Fréttablaðið kunni að auðvelda honum að marka stefnu í landsmálum eins og þessu fyrir hönd Fréttablaðsins. Spurningin er sem sé: Hver er aftur höfundur þessarar ritstjórnargreinar í Fréttablaðinu?