136. löggjafarþing — 85. fundur,  20. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[16:30]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Birgi Ármannssyni. Hér hefur verið staðið ákaflega faglega að málum í mjög brýnu frumvarpi og er full ástæða til að þakka nefndarmönnum hversu faglega var unnið.

Frumvarpið er á margan hátt í samræmi við það frumvarp sem við framsóknarmenn lögðum fram um breytingar á stjórn Seðlabankans. Við styðjum að sjálfsögðu að það fari aftur í nefnd fyrir 3. umr. enda er okkur mjög í mun að að málinu verði staðið á faglegan hátt frá a til ö.