136. löggjafarþing — 86. fundur,  23. feb. 2009.

mál á dagskrá.

[17:31]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Þjóðin bíður í ofvæni eftir einhverjum aðgerðum. Það er mikill vandi sem steðjar að heimilunum. Fólk er að missa vinnuna, fyrirtæki eru að fara á hausinn. Skuldastaða heimilanna er geigvænleg, bankarnir eru óstarfhæfir og það er beðið eftir málum frá hæstv. ríkisstjórn. Og það gerist ekkert. Við erum að ræða þingmannamál daginn út og daginn inn vegna þess að það er ekkert annað sem liggur fyrir. Ég spyr hæstv. forseta: Er meiningin að stjórna þinginu svona áfram, að það sé frestun og frestun á fundum aftur og aftur og það gerist ekki neitt? Þjóðin bíður eftir því að mál verði leyst og mál komi fram á þinginu sem við getum leyst.