136. löggjafarþing — 87. fundur,  24. feb. 2009.

skuldir heimilanna.

[13:58]
Horfa

viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon):

Ég get tekið undir að óhjákvæmilegt er að taka á þessu máli. Ég sé fyrir mér að það verði gert með allmörgum úrræðum sem taka tillit til stöðu nánast hvers og eins en þó með almennum reglum þannig að í einhverjum tilfellum neyðumst við væntanlega til að horfast í augu við það að kröfur eru tapaðar og það þurfi að afskrifa þær. Í öðrum tilfellum nægi kannski eitthvað mildara, t.d. að lengja í lánum, hugsanlega er hægt að beita vaxtabótakerfinu þótt auðvitað sé ekki mikið svigrúm í ríkisfjárlögunum. Svo eru enn aðrir, eins og ég sagði áðan, sem þurfa kannski ekki mikla aðstoð og þá á auðvitað að beina kröftum ríkisins til þeirra sem í raun og veru þurfa mest á aðstoð að halda.