136. löggjafarþing — 87. fundur,  24. feb. 2009.

Byggðastofnun.

[14:04]
Horfa

iðnaðarráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Herra forseti. Fyrst vil ég segja aðeins til að ljúka umræðunni um þær hugmyndir sem ég hafði um stofnunina að þær gengu út á það að fjölga störfum í sveitarfélaginu og í reynd að viðhalda hlutverki Byggðastofnunar, þ.e. lánahlutverki, algerlega að óbreyttu.

Af því að hv. þingmaður innir mig eftir fjárhagslegri stöðu stofnunarinnar og hvort hún sinni hlutverki sínu nægilega vel vil ég svara því að staða stofnunarinnar er auðvitað bágborin nú um mundir. Eins og kom fram í síðustu viku á þinginu er eiginfjárstaða hennar komin niður fyrir það hlutfall sem heimilt er lögum samkvæmt og það er ljóst að það þarf að grípa til ráðstafana vegna þess. Þótt ég hafi ekki fengið endurskoðað uppgjör held ég að eiginfjárstaðan vegna gengisþróunarinnar sé komin nálægt 4%.

Að því er varðar síðan möguleika hennar til að sinna hlutverki sínu hefur hún gert það ákaflega vel miðað við takmarkað svigrúm. Ég bendi t.d. á að henni var falið sérstakt hlutverk þegar þorskaflaskerðingin var og hún hefur sinnt því með alveg sérstökum (Forseti hringir.) fádæmum miðað við þrönga stöðu.