136. löggjafarþing — 88. fundur,  25. feb. 2009.

gjaldfrjáls göng.

304. mál
[14:44]
Horfa

Ármann Kr. Ólafsson (S):

Hæstv. forseti. Það kristallast mjög vel í þessu máli að stjórnarflokkarnir eru ósammála um gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin og gjaldtöku almennt og það kristallast líka í þessari umræðu að Samfylkingin er líka ósammála innbyrðis.

En ég verð hins vegar að taka undir með hæstv. samgönguráðherra þegar hann segir í ljósi þess að fjárlagagatið er um 160 milljarðar: Hvar á að fá peningana? Það er auðvitað mjög eðlileg spurning hjá honum. Ég ætla að leggja aðeins í púkkið. Ég held að það væri mjög sniðugt t.d. að fara núna með Vaðlaheiðargöng í einkaframkvæmd, byggja þau göng, taka gjald þar og bjóða síðan jöklabréfaeigendum að verða eigendur þeirra ganga og fá þannig borguð jöklabréfin sín til baka. Þannig gætum við tekið þátt í uppbyggingu innviðanna á Íslandi um leið og þeir eru öruggir um að fá peningana sína (Forseti hringir.) til baka og ríkið gæti síðan ábyrgst ákveðna ávöxtunarkröfu.