136. löggjafarþing — 89. fundur,  26. feb. 2009.

sala Morgunblaðsins.

[10:50]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Þetta mál hefur alfarið verið í höndum viðkomandi banka og væntanlega bankaráðs þess banka eins og stærstu mál eru. Ég hef ekki komið nálægt því, það hefur ekki komið inn á mitt borð og ekki verið rætt við mig, enda er það ekki þannig sem kaupin eiga að gerast á eyrinni að eigandinn í þessu tilviki eða sá sem fer með eignarhaldið fyrir hönd þjóðarinnar sé að ráðskast með það hvernig bankinn leysir úr einstökum málum. Þá fyrst held ég að ástæða væri til að hafa áhyggjur og gera athugasemdir ef það hefði verið þannig að ég hefði eitthvað verið með puttana í því eða reynt að stýra því hvernig bankinn færi með málefni þessa fyrirtækis. Það hefur ekki verið, það er algerlega á hreinu að þetta hefur alfarið verið unnið af bankanum sjálfum (Gripið fram í.) og þangað verður þá að beina fyrirspurnum um það hvernig með þetta mál hefur verið farið. (GMJ: Gjafakvótaþegar.)