136. löggjafarþing — 89. fundur,  26. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[12:34]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Jón Magnússon fullyrðir að töluliður 171 fjalli um eitthvað annað en hann fjallar um. Hann fullyrðir hér að það komi hvergi fram að seðlabankar eigi að aðvara. Mig langar bara til að lesa hérna töluliðinn:

„Central banks have a key role to play in a sound macro-prudential system. However, in order for them and in particular the ECB or the ESCB to be able to fully play the role of preserving financial stability, they should receive an explicit formal mandate to affect high-level macro-financial risk to resist them and to issue warnings when required.“

(Forseti (ÞBack): Hv. þingmaður og aðrir hv. þingmenn eru minntir á að tala hér íslensku og lesa ekki beint upp úr erlendum ritum, hvort sem það eru fræðirit eða önnur. Þingmenn eru beðnir að snara því þá yfir á íslensku og mæla hér á máli sem allir skilja.)

Ég biðst afsökunar, frú forseti. Ég hefði að sjálfsögðu átt að óska leyfis forseta áður en ég las beint upp úr skýrslunni. Ég snara þessu þá yfir á íslensku, kannski ekki alveg öllu.

Þetta þýðir með öðrum orðum: Seðlabankar gegna lykilhlutverki í heilbrigðu fjármálakerfi. Til að þá sérstaklega Seðlabanki Evrópu geti sinnt hlutverki sínu í því að vernda fjármálalegan stöðugleika ættu þeir að fá skýra og formlega heimild til að meta heildaráhættu í fjármálakerfinu og gefa út viðvaranir þegar þörf er á.

Þetta verður bara ekki miklu skýrara. Og um hvað fjallar þessi skýrsla? Hún fjallar um það — (Forseti hringir.) ég óska eftir að fá …

(Forseti (ÞBack): Í einni setningu.)

Einni setningu. Hún fjallar einmitt um það að þessi nefnd háttsettra manna leggur fram tillögur um það hvernig við bætum eftirlitskerfi þjóðarinnar, bæði þeirra sem eru með yfirsýnina, þá Seðlabankans, og líka þeirra sem eru í einstökum (Forseti hringir.) fyrirtækjum og þá Fjármálaeftirliti. Þetta á mjög vel við í þessu tilviki.

(Forseti (ÞBack): Setningu lokið.)