136. löggjafarþing — 89. fundur,  26. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[14:28]
Horfa

Frsm. minni hluta viðskn. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst þetta áhugaverð sjónarmið hjá hv. þm. Árna Þór Sigurðssyni. Sérstaklega finnst mér áhugavert að heyra að einungis sé verið að árétta hlutverk peningastefnunefndar vegna þess að hvergi svo vitað sé hafa peningastefnunefndir það hlutverk að fylgjast með fjármálastöðugleika eða grípa til aðgerða af þeim sökum. Peningastefnunefndir hafa það hlutverk að móta peningastefnu. Það eru aðrir aðilar innan seðlabanka sem hafa það hlutverk að fylgjast með fjármálastöðugleika og grípa til aðgerða af þeim sökum.

Þess vegna held ég að sú breytingartillaga sem meiri hlutinn flytur sé einn allsherjarmisskilningur.