136. löggjafarþing — 89. fundur,  26. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[14:41]
Horfa

Frsm. minni hluta viðskn. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég gerði athugasemd við ræðu Helga Hjörvars að gefnu tilefni vegna þess að hann vék þannig að málinu að seðlabankafrumvarpið væri með einhverjum hætti að þvælast fyrir öðrum málum. Þá velti ég fyrir mér í ljósi þess sem fram kom í svari hans við andsvari mínu hvort hann telji að frumvarpið og þau efnisatriði sem þar er að finna, þær lagabreytingar sem þar er að finna séu til þess fallnar að gera þær efnahagsráðstafanir sem hann vísaði til í sínu máli mögulegar. Þá velti ég fyrir mér hvað það er í þessu frumvarpi efnislega sem skiptir máli eða snýst þetta kannski bara um persónur og kennitölur þó að hv. þingmaður vildi neita því í sínu máli?