136. löggjafarþing — 89. fundur,  26. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[17:36]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf):

Virðulegi forseti. Þessi tillaga vakti talsverða athygli þegar ég sá hana, einkanlega í ljósi þess að undanfarin ár hefur forsætisráðherra jafnan skipað seðlabankastjóra, alla þrjá. (Gripið fram í: Ekki alla í einu.) Ekki alla í einu, er gjammað fram í, en hæstv. forsætisráðherra hefur skipað alla þrjá. (Gripið fram í.) Það kemur mér því í opna skjöldu, virðulegi forseti, að nú þegar skipt hefur verið um forsætisráðherra þurfi sérstaklega að fá staðfestingu Alþingis á skipun seðlabankastjóra. Ég verð að segja alveg eins og er, virðulegi forseti, að fáum ef nokkrum treysti ég betur til að skipa þetta faglega, að undangenginni auglýsingu sem er líka nýtt, en núverandi forsætisráðherra. Þess vegna segi ég klárlega nei við þessari tillögu. (Gripið fram í.)