136. löggjafarþing — 89. fundur,  26. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[17:44]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég var 1. flutningsmaður að frumvarpi sem miðaði að því að breyta yfirstjórn Seðlabankans. Þetta frumvarp er mjög í anda þess frumvarps sem við framsóknarmenn lögðum fram og eftir að það hefur farið í gegnum breytingar í viðskiptanefnd tel ég að það sé mun betra en þegar það kom inn til Alþingis. Ég held að það hafi líka verið skynsamlegt að bíða eftir skýrslu Larosière-hópsins og sjá hvað í henni felst, enda höfum við nú bætt frumvarpið enn betur og það sem við stöndum uppi með er vonandi Seðlabanki sem nýtur trausts, ekki bara innan lands heldur líka erlendis. Ég segi já.