136. löggjafarþing — 90. fundur,  2. mars 2009.

innköllun íslenskra aflaheimilda.

98. mál
[17:42]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Í andsvari mínu vil ég fyrst og fremst koma þessu á framfæri: Við rekum gríðarlega tæknivæddan og fullkominn sjávarútveg á Íslandi, bæði veiðar og vinnslu. Þessi fyrirtæki hafa verið að gera það mjög gott hér á Íslandi t.d. miðað við fyrirtæki í sambærilegum rekstri í Noregi þar sem þau fyrirtæki njóta ríkisstyrkja. Þetta eru samkeppnisaðilar okkar og við getum ekki talað þannig um íslenskan sjávarútveg að ekki hafi orðið mikil hagræðing og að þeir sem stunda þessa atvinnugrein séu ekki að gera góða hluti.