136. löggjafarþing — 92. fundur,  4. mars 2009.

dagskrá og fyrirkomulag þingfunda.

[12:04]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti tekur fram að haft var samband við formenn þingflokka eins og hv. þingmaður gerði grein fyrir. Það er rétt að þar var talað um að röðin yrði þannig að við byrjuðum á fyrirspurnum. Það reyndist aftur á móti erfitt varðandi það að tryggja að hægt yrði að fá svör við fyrirspurnunum. Eins hafði utandagskrárumræða verið fest þannig að ég ákvað að taka persónukjörsmálið strax upp, gerði ráð fyrir því að það yrði til umræðu á fundi til hálftvö, síðan yrði fundur settur að nýju kl. sex til kl. átta og málið tekið fyrir og ef því yrði ekki lokið þá kæmi það aftur á dagskrá á morgun.

Forseti var einnig búinn að vara við að það gæti orðið fundur milli kl. 18 og 20 og ég vona að þetta tryggi að allir komist að í umræðunni með eðlilegum hætti og geti vakið athygli á sjónarmiðum sínum og mun sjá til þess að tryggt verði að menn geti haldið þingflokksfundi þarna á milli áður en umræðu lýkur í dag, þ.e. að sjá til þess að við tökum þá hlé og tryggjum að það verði fundur milli 18 og 20 til að þingflokkar geti fundað um málið þarna á milli.