136. löggjafarþing — 92. fundur,  4. mars 2009.

dagskrá og fyrirkomulag þingfunda.

[12:05]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Það verður að teljast mjög undarlegt skipulag á þinghaldinu að sjónarmið allra flokka í það minnsta fái ekki að komast að þegar málið er tekið á dagskrá. Ég veit eiginlega ekki alveg á hvaða vegferð forseti er með þinghaldið hér. Þarna er stórmál sem við teljum okkur þurfa að ræða, a.m.k. að það komist hér á framfæri sjónarmið í einhverju samhengi, að umræðan verði með einhverjum hætti samfelld. Þetta er satt að segja mjög sérkennilegt. Það eru mjög miklar líkur á því að umræða um þetta mál verði í þremur hlutum eins og forseti ákveður að setja hér upp dagskrána. Og í svona máli sem er grundvöllur að lýðræðisskipulagi í landinu (Forseti hringir.) á að hafa umræðuna með þessum hætti, algjörlega að óþörfu, forseti.