136. löggjafarþing — 92. fundur,  4. mars 2009.

dagskrá og fyrirkomulag þingfunda.

[12:07]
Horfa

Karl V. Matthíasson (Sf):

Herra forseti. Ég held að hv. þingmenn eigi ekki að hafa áhyggjur af því að geta ekki rætt þetta mál. Það er bara undir sömu reglum og önnur mál sem tekin eru fyrir í þinginu, fólk fær að tjá sig um það samkvæmt þingsköpum. Sjónarmið eiga að geta komið fram. Þó að einhver flytji eina ræðu og síðan líði einhver tími vegna þess að önnur mál koma á dagskrá þingsins ætti það ekki að eyðileggja svo mikið fyrir þingmanninum að hann haldi ekki samhengi í málinu. Ég lýsi því yfir að mér finnst ekkert óeðlilegt við störf forseta í þessu máli.