136. löggjafarþing — 92. fundur,  4. mars 2009.

fundarstjórn.

[12:29]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Í ræðu minni var ég að vísa til þess sem hér kom fram hjá hv. þm. Merði Árnasyni. Hann sagði í ræðustól Alþingis að málið væri ekki nægilega vel rannsakað (MÁ: Það er rangt.) og þess vegna hlýtur að vera eðlilegt að málið fari aftur til nefndar til að hægt sé að skoða það á milli 2. og 3. umr. Hér hefur reyndar verið upplýst að gerð hefur verið grein fyrir öllum þeim fyrirvörum sem við sjálfstæðismenn höfum við málið en ég tel eðlilegt að málið fari aftur til nefndar á milli umræðna fyrst hv. þm. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur þá skoðun að málið sé ekki fullrannsakað.