136. löggjafarþing — 92. fundur,  4. mars 2009.

kosningar til Alþingis.

368. mál
[13:16]
Horfa

Flm. (Lúðvík Bergvinsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér fannst hv. þingmaður bæði spyrja og svara, þ.e. hv. þingmaður spurði hvort það gæti ekki komið til að vægi byggðarlaga yrði mismunandi í þessum kosningum en svaraði því enn fremur að vægi byggðarlaga væri mismunandi í prófkjörum. Hv. þingmaður spurði og svaraði þannig að ég þarf ekki að koma frekar að því. (ÓN: … skoðanir …)

Meginatriðið varðandi spurninguna um tvo þriðju er að hér er fyrst og fremst verið að gera breytingu á 82. gr. kosningalaganna. Í kosningalögunum er kveðið á um hvaða ákvæði það eru sem þurfi tvo þriðju ef ætlunin er að breyta þeim. Það er ekki 82. gr. Það er einfaldlega þannig að það er mjög skýrt kveðið á um þetta í kosningalögum.

Hins vegar finnst mér ástæðulaust að ræða þetta mikið áður en málið gengur til atkvæða. Eigum við ekki að sjá (Forseti hringir.) hvernig atkvæðin koma til með að falla í þessu máli?