136. löggjafarþing — 93. fundur,  4. mars 2009.

kortlagning vega og slóða á hálendinu.

344. mál
[15:23]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S):

Frú forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda Siv Friðleifsdóttur fyrir fyrirspurnina. Ég vil aðeins koma að stuttri athugasemd er varðar aðkomu hestamannafélaga að reiðvegum bæði á hálendi, í þéttbýli og í byggðum á láglendi. Það hefur ekki verið nefnt að samgönguráðuneytið og Vegagerðin hafa um langa hríð haft mjög gott samstarf við Landssamband hestamanna og hin einstöku hestamannafélög og sveitarfélög um reiðvegi í byggð og inn á hálendið. Það eru til þó nokkuð margir kortlagðir stígar og leiðir þar að lútandi.

Þó nokkrir fjármunir eru á samgönguáætlun á ári hverju sem hafa gert virkilega gott hvað þennan málaflokk varðar. Ég vil líka nefna að lokum, frú forseti, að stígagerð kann að vera gott vinnuaflsfrekt verkefni miðað við það (Forseti hringir.) atvinnuástand sem við búum við núna.