136. löggjafarþing — 93. fundur,  4. mars 2009.

Hólaskóli – Háskólinn á Hólum.

347. mál
[15:57]
Horfa

menntamálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmönnum umræðuna. Ég tel að okkur sem hér höfum talað sé öllum umhugað um rekstur þessara skóla og að honum verði komið í jafnvægi. Þó að ekki sé unnt að fara í gegnum lagabreytingar á þessu þingi er unnt að vinna að rekstrarmálum og það verður gert. Vonandi sjáum við niðurstöður og tillögur í þeim efnum nú í lok mars, eins og áðan kom fram í máli mínu. Ég er vongóð um að þær muni skila árangri og ég er líka fullviss um að landbúnaðarfræðslan á mikla framtíð fyrir sér áfram hér á landi. Þetta eru gríðarlega mikilvæg fræðslusvið og rannsóknarsvið þar sem mikil gróska hefur verið. Við munum ekki vanrækja það í framtíðinni.