136. löggjafarþing — 95. fundur,  5. mars 2009.

óundirbúnar fyrirspurnir á dagskrá.

[11:09]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Herra forseti. Ég hef mikla samúð með hv. þingmanni. Þetta er fyrirspurn sem ég vil gjarnan svara. Ég spyr hvort það geti orðið til lausnar málinu að hv. þingmaður leggi fram hefðbundna munnlega fyrirspurn og ég skal vera við því búinn að svara henni þá strax í næstu viku.