136. löggjafarþing — 95. fundur,  5. mars 2009.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

313. mál
[11:25]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil nota tækifærið og þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Ég á ekki sæti í efnahags- og skattanefnd þingsins og var þar af leiðandi ekki við umfjöllun um málið í nefndinni og gat því miður ekki verið viðstaddur þegar hv. þingmaður fór yfir sjónarmið meiri hluta nefndarinnar eftir afgreiðslu þess við 2. umr. Mér fannst því ástæða til að spyrja út í þetta atriði. Það þarf svo sem ekki að hafa mörg orð um það, ég þakka bara hv. þingmanni fyrir þau svör sem hann veitti.