136. löggjafarþing — 95. fundur,  5. mars 2009.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

313. mál
[13:50]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Fyrir síðustu kosningar var eitt af höfuðstefnumálum Samfylkingarinnar að þessi lög yrðu úr gildi felld að kosningum loknum. Það er nú að takast og við erum að ná fullnaðarsigri. Það kom fram í atkvæðaskýringu af hálfu Samfylkingarinnar fyrir áramót að þar litum við svo á að um áfangasigur væri að ræða, og fullnaðarsigur hefur nú verið unninn. Það skiptir miklu að við gætum að því að setja ekki aftur lög þar sem við slítum sundur friðinn í landinu og búum sumum önnur kjör en öðrum. Við verðum að gæta þess að ein lög gildi fyrir alla og það verði ekki þannig að þingmenn og ráðherrar (Gripið fram í.) verði látnir vera úr eðlilegu samhengi við kjör og skyldur annarra í samfélaginu. (Gripið fram í.)