136. löggjafarþing — 95. fundur,  5. mars 2009.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

313. mál
[13:52]
Horfa

Gunnar Svavarsson (Sf):

Virðulegur forseti. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég hef á stundum verið stoltur, sérstaklega þó þegar ég náði að koma fjárauka- og fjárlagafrumvörpum út úr nefnd fyrir 2. og 3. umr. á árunum 2007 og 2008 í nokkuð góðri sátt við fjárlaganefndarmenn þrátt fyrir að við höfum ekki öll verið sammála, hv. þingmenn. Ég mun hins vegar minnast núverandi stundar fyrir það að hafa verið nokkuð stoltur yfir því að hafa verið með öllum hv. þingmönnum í salnum að segja já.