136. löggjafarþing — 95. fundur,  5. mars 2009.

tilhögun þingfundar.

[13:58]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Forseti vill tilkynna að að lokinni umræðu um 10. dagskrármálið sem verður næst tekið fyrir verða 7., 8. og 9. mál tekin fyrir en umræða um 6. dagskrármálið, kosningar til Alþingis, bíður þar til þeim umræðum lýkur. Jafnframt vill forseti geta þess að þingfundur verður á morgun, föstudag, og hefst kl. 10.30 árdegis.