136. löggjafarþing — 95. fundur,  5. mars 2009.

tollalög, vörugjald og virðisaukaskattur.

365. mál
[15:41]
Horfa

Valgerður Sverrisdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður kemur hér upp og segir að framsóknarmenn ættu að tala við bankamenn. Dettur hv. þingmanni í hug að við séum ekki búin að vinna þetta með sérfræðingum, með ótal hagfræðingum og sérfræðingum hér á landi? Að sjálfsögðu. Það er ekki eins og við höfum unnið þetta á einu kvöldi. Ef hv. þingmaður hefur lesið tillögur okkar þá sést að þær eru það vel útfærðar að þær eru ekki unnar á kvöldi. Þetta eru tillögur sem hafa verið kynntar, ég get ekki sagt frá því nákvæmlega en á það háum stöðum og þeim var tekið það vel þar að mér þykir ekki ólíklegt að þær verði niðurstaðan í sambandi við aðgerðir, alvöruaðgerðir til að hjálpa hinum venjulegu Íslendingum sem eru að sökkva í skuldir.