136. löggjafarþing — 95. fundur,  5. mars 2009.

kosningar til Alþingis.

368. mál
[17:02]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil vekja athygli á því að hér er verið að ræða um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis þegar hæstv. fjármálaráðherra notar tækifærið til að tala með þeim hætti sem hann gerði hér og ég endurtek að sannleikanum verður hver sárreiðastur. Það sannaðist hér á hæstv. fjármálaráðherra sem hefur leyft sér að veitast með þeim hætti sem hann gerði að þingmanni. Hv. þingmaður og hæstv. ráðherra sem hefur staðið hér í ræðustól á þinginu og notað orðbragð og framgöngu og látbragð sem enginn annar þingmaður hefur leyft sér (JM: Jú, Ögmundur Jónasson.) svo ég þekki til. Úr háum söðli hefur sá þingmaður og hæstv. ráðherra ekki að detta. (Fjmrh.: Ég hef aldrei verið víttur á Alþingi.)