136. löggjafarþing — 96. fundur,  6. mars 2009.

virðisaukaskattur.

289. mál
[11:20]
Horfa

Árni M. Mathiesen (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Árna Þór Sigurðssyni fyrir stuðninginn við tillögu okkar hv. Hafnfirðinga. Það er mjög öflugur byggingariðnaður í Hafnarfirði þar sem við þekkjum vel til og það sem hér er um að ræða mun skipta máli þar eins og ég trúi annars staðar á landinu þar sem byggingariðnaðurinn er enn þá í gangi. Auðvitað þarf að viðhalda byggingum bæði í Hafnarfirði og annars staðar svo vel sé. Þeim er vel við haldið í Hafnarfirði eins og við sjáum þar.