136. löggjafarþing — 96. fundur,  6. mars 2009.

virðisaukaskattur.

289. mál
[12:13]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er þá klárt að þetta er gott mál og góð samstaða um það í þinginu og þess vegna mjög ánægjulegt að það afgreiðist nú sem hraðast.

Ég vil þó árétta út af athugasemdum hv. þm. Bjarna Benediktssonar að í 1. gr. sem er hér tekið til eru felldar inn húseiningar, þ.e. þegar heilu húsin eru byggð að hluta annars staðar og síðan flutt á staðinn. Ég tel að það sé til mikilla bóta og spegli bara eðlilegan raunveruleika og ég legg áherslu á að þetta er tímabundin aðgerð. Hér er einungis verið að taka á því að efla og styrkja innlent atvinnulíf á þessum vettvangi hvað varðar viðhald og byggingu húsa.

Þetta er mjög gott mál sem vonandi afgreiðist fljótt út úr þinginu. Þetta er eitt fyrsta mál Vinstri grænna og Samfylkingar á þessu sviði og vonandi koma fleiri á eftir.