136. löggjafarþing — 96. fundur,  6. mars 2009.

virðisaukaskattur.

289. mál
[15:17]
Horfa

Gunnar Svavarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er á ferðinni mjög merkilegt mál en ég hef lýst því yfir í ræðum bæði við 2. og 3. umr. að ég sé ekki talsmaður þess að krukka eigi í virðisaukaskattskerfið. Hins vegar þarf að hugsa óhefðbundið nú um stundir og þess vegna fer þetta mál samhljóða í gegnum þingið og góð samstaða var í efnahags- og skattanefnd. Gerðar voru fjórar mikilvægar breytingar á málinu. Ég vildi ganga örlítið lengra og hef gert grein fyrir því í umræðu og vonast til þess að þingheimur, virðulegur forseti, fylgist með framgangi málsins á komandi mánuðum og geti þá tekið það aftur upp, til að mynda á haustþingi. Það eru ýmsir fletir í þessu máli fyrir atvinnulífið en það sem mestu máli skiptir er að koma fjármagninu á hreyfingu. Við getum gert það í gegnum umrætt mál en fjármagnið þarf þá að vera til staðar. Ég segi já.